Góðar kveðjur og gjafir til starfsfólks HSN

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslunni á Akureyri með gjafir frá Bio Effect á Íslandi.
Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslunni á Akureyri með gjafir frá Bio Effect á Íslandi.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands sinnir öllum heilsugæslum á Norðurlandi, frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri, auk þess að sinna íbúum á dvalar-, sjúkra- og hjúkrunardeildum. Undanfarnar vikur hefur verið mikið álag á starfsfólki HSN vegna COVID-19 faraldursins. Sem dæmi má nefna að á hverjum einasta degi eru tugir COVID sýna tekin frá íbúum, ótal símtölum svarað ásamt því sem veikum skjólstæðingum er sinnt eftir sem áður. Þetta eru tímar sem eru vægast sagt öðruvísi og starfsfólk allt hefur sýnt ótrúlegan skilning og dugnað og leyst hvert verkefnið á fætur öðru af alúð, fagmennsku og í mikilli samvinnu. Við erum ákaflega stolt af okkar starfsfólki og þökkum þeim fyrir óeigingjarnt starf í þágu okkar allra.

Mörg fyrirtæki hafa sent góðar kveðjur og gjafir til starfsmanna HSN svo sem Ölgerðin, Dominos og nú síðast Bio Effect á Íslandi og færum við þeim bestu þakkir fyrir.