Heilbrigðisstefna til ársins 2030

Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Þetta eru mikilvæg tímamót fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.

Á opnum kynningarfundi í Hofi 12. júní kl. 17-19 verður fjallað um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins. Heilbrigðisstefnan verður kynnt í öllum heilbrigðisumdæmum landsins, en fundurinn í Hofi er sá fyrsti í röðinni. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. 


Dagskrá er eftirfarandi:

• Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir  stefnuna – fyrirspurnir úr sal  

• Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri –  sýn forstjóra – fyrirspurnir úr sal 

• Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar  Norðurlands – sýn forstjóra – fyrirspurnir úr sal   

• Kaffihlé   

• Pallborðsumræður 

• Heilbrigðisráðherra – samantektt

• Fundarslit   

Sjá auglýsingu: