Heilsugæslan heim - Myndsamtal á Heilsuvera.is

Á heilsuvera.is geta skjólstæðingar nú átt myndsamtal við heilbrigðisstarfsmann á sinni heilsugæslus…
Á heilsuvera.is geta skjólstæðingar nú átt myndsamtal við heilbrigðisstarfsmann á sinni heilsugæslustöð

Heilbrigðisstofnun Norðurlands er að innleiða nýjan möguleika í samskiptum við heilsugæsluna, þar sem heilbrigðisstarfsmaður getur í vissum tilvikum boðið þér uppá að eiga myndsamtal í gegnum Heilsuvera.is í stað þess að þú mætir á heilsugæsluna.

 

1. ÞÚ HEFUR SAMBAND VIÐ HEILSUGÆSLUNA og ef heilbrigðisstarfsmaður býður þér uppá að eiga myndsamtal í gegnum Heilsuveru færðu staðfestingu á þínum viðtalstíma með SMS.

2. ÞÚ SKRÁIR ÞIG inn á Heilsuveru með rafrænum skilríkjum þegar þú átt tíma í viðtal.

3. ÞÚ BÍÐUR Á RAFRÆNNI BIÐSTOFU þar til þér er boðið viðtal með myndsamtali.

 

*Athugið að um nýjung er að ræða og ekki er búið að innleiða hjá öllum starfsmönnum HSN.

 

Meðfylgjandi eru myndbönd með leiðbeiningum varðandi myndsamtölin í Heilsuveru.

 

Myndsamtal í farsíma á heilsuvera.is

 

Myndsamtal í tölvu á heilsuvera.is