Hjartavernd Norðurlands færir heilsugæslunni á Akureyri góðar gjafir

Gjöfin afhent.
F.v.: Sólveig Hjördís hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni á Akureyri og ritari í Hja…
Gjöfin afhent. F.v.: Sólveig Hjördís hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni á Akureyri og ritari í Hjartavernd Norðurlands, Kristín Sigfúsdóttir gjaldkeri, Snæbjörn Þórðarson formaður og Hulda Pétursdóttir yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSN á Akureyri

Hjartavernd Norðurlands styður dyggilega við forvarnir og nýverið kom félagið færandi hendi með nýjan búnað til heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri,  HUNTER DMXR Digital æðadoppler og blóðþrýstingsmæli ProBP Sure á hjólastandi og er verðmæti gjafarinnar um 300.000 krónur.

Hefur félagið áður sýnt í verki áhuga sinn á að tryggja betri og öruggari þjónustu fyrir almenning þegar kemur að forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum og er öflugur styrktaraðili. Starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri er félaginu afar þakklátt fyrir rausnarskapinn og er stuðningur sem þessi dýrmætur fyrir heilsugæsluna.