Höfðingleg gjöf á HSN Húsavík

Jóhanna S Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjúkrunar á Skógarbrekku, Áslaug Halldórsdóttir yfirhjúkrun…
Jóhanna S Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjúkrunar á Skógarbrekku, Áslaug Halldórsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur svæðis, Hildur Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur í Hvammi, Kristín Thorberg yfirhjúkrunarfræðingur sjúkrasviðs, Hulda Jónsdóttir formaður Kvenfélags Húsavíkur, Ingveldur Árnadóttir iðjuþjálfi og Kristín Baldursdóttir sjúkraliði, sem einnig er í stjórn Kvenfélags Húsavíkur.

Höfðingleg gjöf hefur borist til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík en það eru svokallaðar „skutlur“ af Sara Stedy gerð frá Arjo Huntley. 
Gefandinn er Kvenfélagið á Húsavík sem gefur alls þrjár skutlur og eru tvær þeirra ætlaðar til notkunar á heimili aldraðra á Hvammi og Skógarbrekku en ein á sjúkradeild HSN á Húsavík. 
Skutlurnar létta mjög umönnun sjúklinga sem eru með skerta göngugetu og draga auk þess úr óþægindum þeirra og hætta á byltum er hverfandi. 
Sara Stedy skutlurnar koma frá fyrirtækinu Fastus, sem jafnframt lánaði strax eina skutlu, sem þegar í stað fór í notkun á sjúkradeild en hinar tvær eru væntanlegar innan tíðar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands kann Kvenfélaginu á Húsavík bestu þakkir fyrir þessar stórgjafir sem munu koma að góðum notum við umönnun skjótstæðinga stofnunarinnar.

 Áslaug Halldórsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur svæðis prófar skutluna