Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík fékk í ágúst rausnargjöf frá systrunum Helgu Guðrúnu og Kristínu Helgadætrum, alls 600.000 krónur. Systurnar eru miklir velunnarar styrktarfélagsins og stóðu þær fyrir nytjamarkaði í sumar á Skarðaborg í Reykjahverfi til styrktar félaginu. Göfin var síðan afhent í garðinum við Skarðaborg og veitti Auður Gunnarsdóttir formaður styrktarfélagsins gjöfinni viðtöku ásamt stjórnarkonunum Guðrúnu Guðbjartsdóttur og Guðrúnu K. Aðalsteinsdóttur en kaffiveitingar voru að því loknu.