Höfðingleg gjöf til Húsavíkur

Auður Gunnarsdóttir, Helga Guðrún Helgadóttir, Kristín Helgadóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir og Guðrún…
Auður Gunnarsdóttir, Helga Guðrún Helgadóttir, Kristín Helgadóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir og Guðrún K. Aðalsteinsdóttir

Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík fékk í ágúst rausnargjöf frá systrunum Helgu Guðrúnu og Kristínu Helgadætrum, alls 600.000 krónur.  Systurnar eru miklir velunnarar styrktarfélagsins og stóðu þær fyrir nytjamarkaði í sumar á Skarðaborg í Reykjahverfi til styrktar félaginu. Göfin var síðan afhent í garðinum við Skarðaborg og veitti Auður Gunnarsdóttir formaður styrktarfélagsins gjöfinni viðtöku ásamt stjórnarkonunum Guðrúnu Guðbjartsdóttur og Guðrúnu K. Aðalsteinsdóttur en kaffiveitingar voru að því loknu.