Hvetur nýútskrifaða lækna til að koma til starfa á landsbyggðinni

Unnsteinn Júlíusson yfirlæknir á Húsavík telur landsbyggðina ákjósanlegan starfsvettvang og hvetur n…
Unnsteinn Júlíusson yfirlæknir á Húsavík telur landsbyggðina ákjósanlegan starfsvettvang og hvetur nýútskrifaða lækna til að íhuga þann kost.

Skemmtilegt viðtal var við Unnstein Júlíusson yfirlækni hjá HSN á Húsavík í morgunútvarpi Rásar 2, mánudaginn 8. júlí. Unnsteinn var viðstaddur þegar nýútskrifaðir læknar undirituðu læknaeiðinn nú fyrir skömmu og við það tækifæri hvatti hann læknana til að íhuga að starfa á úti á landi þar sem víða er læknaskortur. Þetta ár útskrifuðust 88 læknar úr læknisfræði, sem er metfjöldi og kærkomið væri að einhverjir veldu landsbyggðina sem starfsvettvang. Í viðtalinu rakti Unnsteinn kosti þess að búa og starfa úti á landi, mikilvægi þess búa við gott starfsumhverfi og vinna með samheldnum hópi sem þekkist vel. Hægt er að hlusta á viðtalið í morgunútvarpinu hér
 (viðtalið hefst á mínútu 0:21:07)