Inga Berglind ráðin sem yfirhjúkrunarfræðingur svæðis á Akureyri

Inga Berglind Birgisdóttir
Inga Berglind Birgisdóttir

Staða yfirhjúkrunarfræðings svæðis á HSN Akureyri var auglýst laus til umsóknar þann 7. ágúst 2019. Umsóknarfrestur rann út þann 9. september sl. Alls voru fjórir sem sóttu um starfið.

Inga Berglind Birgisdóttir hefur verið ráðin í starfið. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og hefur síðan þá unnið á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Barnaspítala Hringsins. Inga er að ljúka meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Inga Berglind mun hefja störf um eða eftir áramótin.

Við bjóðum Ingu Berglindi hjartanlega velkomna í starfsmannahóp HSN og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.