Íslenskir iðjuþjálfarar á ráðstefnu í Höfðaborg

Deborah Júlía Robinson flutti erindi á ráðstefnu iðjuþjálfa í Höfðaborg í Suður-Afríku
Deborah Júlía Robinson flutti erindi á ráðstefnu iðjuþjálfa í Höfðaborg í Suður-Afríku

Deborah Júlía Robinson var ein af fimm íslenskum iðjuþjálfum, sem hélt erindi á Alþjóðaráðstefnu iðjuþjálfa í Höfðaborg í Suður-Afríku í lok maí 2018.
Alls sóttu ráðstefnuna um 2.000 iðjuþjálfarar frá öllum heimshornum og yfir 1.000 sem héldu þar erindi.
Þema ráðstefnunnar var „Connected in Diversity: Positioned for Impact.“