Nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri

Tillögumynd af viðbyggingu við Sunnuhlíð.
Tillögumynd af viðbyggingu við Sunnuhlíð.

Opna á tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi stöðvar sem er í húsnæði sem hentar starfseminni illa. Annars vegar á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti og hins vegar í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Ekki er þó endanlega búið að ganga frá samningum um Sunnuhlíð.

Nýju heilsugæslustöðvarnar verða hannaðar fyrir starfsemina og munu aðstæður því verða eins og best er á kosið, bæði fyrir starfsfólk og gesti.  Góðar starfsaðstæður auka einnig líkurnar á að halda í starfsfólk og laða að nýtt.

Byggt verður við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð og verður heilsugæslan á nánast allri efri hæð eldra hússins og viðbyggingarinnar, samtals um 1700 fermetrar. Vonir eru til þess að hún verði opnuð í lok árs 2023.

Bygging heilsugæslustöðvarinnar á tjaldsvæðisreitnum mun taka lengri tíma en gert er ráð fyrir að hún muni opna 2024.  

Nánar á fréttavéf RÚV: https://www.ruv.is/frett/2022/01/13/sunnuhlid-verdur-heilsugaeslustod