Nýr framkvæmdastjóri fjármála og stoðþjónustu.

Þórhallur Harðarson
Þórhallur Harðarson

Þórhallur Harðarson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra fjármála- og stoðþjónustu HSN sem losnaði nýlega. Hefur hann starfað sem mannauðsstjóri HSN frá janúar 2015.

Þórhallur er með B.Sc í viðskiptafræði og með MLM meistaragráðu í stjórnun. Hann nam rekstrarfræði við HA og er útskrifaður úr Hótel- og veitingaskóla, læður matreiðslumaður. Þórhallur starfaði áður sem sem forstjóri, fulltrúi forstjóra og rekstrarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands um tíu ára skeið. Hann var annar eiganda og hótelstjóri á Fosshótel Húsavík, og þar áður starfaði hann sem Food Service Manager fyrir Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli.

Tekur hann við stöðunni Guðmundi Magnússyni sem tekur við starfi framkvæmdastjórastöðu fjármála- og rekstrarsviðs hjá SAk í lok sumars.  

 

Jón Helgi Björnsson

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands