Nýr læknir til starfa á heilsugæsluna á Akureyri

Rúnar S. Reynisson, sérfræðingur í heimilislækningum
Rúnar S. Reynisson, sérfræðingur í heimilislækningum

Rúnar Sigurður Reynisson hóf starf sem sérfræðingur í heimilislækningum á Heilsugæslustöðinni á Akureyri þann 1. nóvember 2018. Hann er Austfirðingur, fæddur og uppalinn á Fáskrúðsfirði.
Rúnar lauk landsprófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1976 og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1980. Hann útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1987. Síðan tóku við kandidatsár og afleysingar á heilsugæslustöðvum víða um land en lengst í Kópavogi.

Rúnar stundaði síðan sérnám í heimilislækningum í Svíþjóð á árunum 1990 til 1995. Þann 1. janúar 1996 hóf hann starf sem heimilislæknir á Seyðisfirði, yfirlæknir frá árinu 1999 til október 2018. Hluti af hans starfi var að sjá um ómskoðanir þungaðra kvenna á Austurlandi frá árinu 1997 ásamt því að taka þátt í nokkrum fjarlækningaverkefnum. Á Seyðisfirði eru tvær öldrunardeildir sem Rúnar sinnti læknisþjónstu við.

Er Rúnar er boðinn velkominn í hóp lækna á heilsugæslustöðinni á Akureyri.