Rafrænar undirritanir ráðningarsamninga

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur tekið í notkun rafrænar undirritanir á ráðningarsamningum og þa…
Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur tekið í notkun rafrænar undirritanir á ráðningarsamningum og þannig minnkað pappírsnotkun og kostnað

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur tekið í notkun rafrænar undirritanir á ráðningarsamningum og þannig minnkað pappírsnotkun og kostnað við að senda samningana á milli starfsstöðva, bæði fjárhagslegan og umhverfislegan.

Þegar samningur er tilbúinn til undirritunar fær starfsmaður sendan tölvupóst frá orri@orri.is þar sem smellt er á hlekk til að nálgast skjalið. Til þess að geta undirritað skjalið þarf að vera með rafræn skilríki.

Ferlið er tiltölulega einfalt og kerfið leiðir ykkur áfram. Myndband með leiðbeiningum má finna hér undir Hvernig undirrita ég skjal í Signet? https://signet.is/Home/Faq

Ef starfsmenn eru ekki með rafræn skilríki og ætla ekki að fá sér slík þá munum við senda samninginn á milli starfsstöðva eins og við höfum gert. Þeir sem ekki eru með slík skilríki eru þó hvattir til að sækja um þau í sínum banka. Upplýsingar um rafræn skilríki má finna hér https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/skilriki-i-farsima/