Samsæti á HSN Sauðárkróki í minningu látinnar velgjörðarkonu

Frá samverustundinni á HSN Sauðárkróki:
Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir, Herdís Klausen yfirhjúkr…
Frá samverustundinni á HSN Sauðárkróki: Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir, Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur svæðis, Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga og formaður stjórnar Minningarsjóðsins, Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN, Elín H. Sæmundardóttir ritari sjóðsins og Engilráð M. Sigurðardóttir gjaldkeri sjóðsins. Ljósm/Feykir

Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki héldu fyrir skömmu  kaffisamsæti á stofnuninni og var tilefnið að minnast Guðlaugar Arngrímsdóttur frá Litlu-Gröf í Skagafirði sem lést á síðasta ári og hafði hún ánafnað stofnuninni stórri gjöf, rúmar tíu milljónir króna.
Gjöfinni var ráðstafað í Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási en sá sjóður veitir viðtöku minningargjöfum og öðrum gjöfum og tilgangur hans er að styrkja stofnunina á Sauðárkróki til kaupa á lækningatækjum eða öðru sem þörf þykir á hverjum tíma.

Til þessarar minningarsamveru var boðið nánustu vinum og ættingjum Guðlaugar, stjórn Minningarsjóðsins ásamt forstjóra HSN, Jóni Helga Björnssyni.