Sérnámstöður í heilsugæsluhjúkrun

Ráðnir hafa verið tveir hjúkrunarfræðingar, þær Auður Karen Gunnlaugsdóttur og Sigríður Atladóttir í sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun við HSN frá hausti 2021. Auður Karen er starfsmaður á HSN á Akureyri og Sigríður á Húsavík.

Við bjóðum þær velkomnar og óskum þeim góðs gengis.

Þær Hildur Ósk Rúnarsdóttir og Rannveig Elíasdóttir luku sérnámi í heilsugæsluhjúkrun við HSN í vor.

Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að sjá þær blómstra áfram í starfi við HSN.

Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er 60 eininga diplómanám og er samstarfsverkefni milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Háskólans á Akureyri og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Námið skiptist í klíníska vinnu á starfsstöðvun HSN, námslotur við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskólann á Akureyri ásamt kynnisheimsóknum á ýmsar starfsstöðvar.

Markmið sérnámsins er að auka þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga á viðfangsefnum heilsugæsluhjúkrunar. Sérstök áhersla er lögð á lausnamiðaða nálgun sem og þróun og styrkingu sérnámshjúkrunarfræðings sem sjálfstæðs meðferðaraðila í þverfaglegu samstarfi.

Alls hafa nú átta hjúkrunarfræðingar lokið sérnámi í heilsugæsluhjúkrun á HSN