Sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 á HSN frá 1. júlí 2021

Sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 á HSN frá 1. júlí 2021

 

Almennt gildir:

• Starfsmenn viðhafa grundvallarsmitgát við öll störf sem felst meðal annars í handhreinsun og viðeigandi notkun hlífðarbúnaðar.

• Þegar um grímuskyldu er að ræða nægir að jafnaði að annað hvort starfsmaður eða skjólstæðingur beri grímu.

• Starfsmaður með einkenni sem bent gætu til Covid-19 smits á ekki að mæta í vinnu en fara í sýnatöku. Starfsmaður er í einangrun þar til neikvætt svar liggur fyrir.

• Ef skjólstæðingur er með sýkingareinkenni eða einkenni sem gætu bent til Covid-19 skal nota grímu og eftir atvikum viðeigandi hlífðarbúnað. Eftir sem áður skal einstaklingur með Covid-19 grunsamleg einkenni fara í sýnatöku og sýna fram á neikvætt svar áður en hann kemur til skoðunar.

 

Heilsugæslan:

• Starfsmannafatnaður er valkvæður.

• Í móttöku og á röntgen og rannsókn skal annað hvort starfsmaður eða skjólstæðingur bera grímu, að jafnaði skjólstæðingurinn, þegar um snertingu og mikla nánd er að ræða. Undantekningu má gera ef eingöngu er um viðtal að ræða eða starfsmaður þekkir vel til skjólstæðings og tryggt er að hann er ekki með sýkingareinkenni eða einkenni sem bent gætu til Covid-19 smits.

 

Heimahjúkrun:

• Þegar skjólstæðingur og starfsmaður eru fullbólusettir er ekki grímuskylda.

 

Sjúkradeildir:

• Annað hvort skjólstæðingur eða starfsmaður skal bera grímu og almennt er það starfsmaðurinn.

• Tveir gestir mega heimsækja sjúkling í einu. Stjórnandi getur veitt undanþágu frá fjölda heimsóknargesta við sérstaka aðstæður.

• Gestir skulu nota grímu.

• Fólk með einkenni smitsjúkdóma á ekki að koma í heimsóknir.

 

Hjúkrunardeildir:

• Þegar skjólstæðingur og starfsmaður eru fullbólusettir er ekki grímuskylda.

• Fullbólusettir heimsóknargestir þurfa ekki að bera grímu nema skjólstæðingur sé ekki fullbólusettur.

• Fólk með einkenni smitsjúkdóma á ekki að koma í heimsóknir.

• Fjöldi heimsóknargesta er ekki lengur takmarkaður við 2.

• Utanaðkomandi persónuleg þjónusta við íbúa og dægrastytting (t.d. hársnyrtifólk, fótaaðgerðarfræðingar, hljóðfæraleikarar) þurfa ekki að bera grímu séu þeir fullbólusettir en viðhafa grundvallarsmitgát.

 

Matsalir:

• Mælst er til að starfsmenn haldi persónulegar sóttvarnir og spritti hendur fyrir og eftir komu í matsal.

 

Fullbólusettur starfsmaður sem ferðast erlendis - breytingar 1.júlí 2021

 

Starfsmaður er undanþeginn sóttkví í samfélaginu gegn framvísun vottorðs um bólusetningu á landamærum.

• Starfsmaður má koma strax til vinnu í vinnusóttkví C og fara í sýnatöku samdægurs eða ekki seinna en næsta dag.

• Vinnusóttkví C lýkur með neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku.

 

1. júlí 2021

Framkvæmdastjórn HSN