Starfsmenn HSN Sauðárkróki plokka á Umhverfisdögum Skagafjarðar

Í dag, miðvikudaginn 15. maí, hefjast Umhverfisdagar Skagafjarðar. Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök eru hvött til þess að taka höndum saman, tína rusl, taka til í sínu nærumhverfi og njóta umhverfisins.

Skorað var á HSN Sauðárkróki að taka þátt og stofnunin skorast að sjálfsögðu ekki undan því. Starfsmenn eru hvattir til þess að sameinast í hreinsunarátaki (plokki á rusli) og ætla að hittast við Sundlaug Sauðárkróks kl. 17:00 í dag, þar verða ruslapokar og hanskar til taks. Einnig verða pokar og hanskar í anddyri heilsugæslunnar og Dvalarheimilisins fyrir þá sem vilja hefja leik þar.

Starfsmenn eru hvattir til þess að taka myndir af sér og félögum sínum og deila á Facebook eða Instagram undir myllumerkinu #umhverfisdagar19.

HSN Sauðárkróki skorar á fyrirtækin Nýprent og Vörumiðlun að taka þátt í Umhverfisdögum Skagafjarðar 2019.