Stefnumótun og framtíðarsýn HSN

Unnið að stefnumótun og framtíðarsýn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands undir leiðsögn Guðrúnar Ragnar…
Unnið að stefnumótun og framtíðarsýn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands undir leiðsögn Guðrúnar Ragnarsdóttur, ráðgjafa hjá Strategíu.

Vinna við stefnumótun Heilbrigðisstofnunar Norðurlands stendur nú yfir undir styrkri leiðsögn Guðrúnar Ragnarsdóttur, ráðgjafa hjá Strategíu, þar sem framtíðarsýn HSN til 2025 og áherslur næstu þriggja ára verða skilgreindar.

Vinnan hófst á stjórnendafundi í september og í framhaldinu var gerð könnun meðal starfsmanna HSN ásamt viðtölum við framkvæmdastjórn og yfirmenn svæða.

Fyrstu stefnumótunarfundirnir hafa verið haldnir og verða slíkir fundir á helstu starfsstöðvum HSN.
Á þeim fundum fá starfsmenn tækifæri til hafa áhrif á framtíð HSN með því að rýna hlutverk stofnunarinnar, skilgreina framtíðarsýnina til 2025 og áherslur næstu 3ja ára og eru þeir hvattir til að taka þátt í þeim umræðum.

Í framhaldi af fundunum mun ráðgjafi draga saman niðurstöður frá þeim og fara yfir með framkvæmdastjórninni. Eftir áramót verður stjórnskipulag HSN rýnt og unnið áfram með stefnumótunina. Loks verður unnið að samskiptasáttmála fyrir HSN.