Teymisstjóri geðheilsuteymis

Sofia Birgitta Krantz hefur verið ráðin í nýtt starf teymisstjóra geðheilsuteymis fyrir Norðurland.
…
Sofia Birgitta Krantz hefur verið ráðin í nýtt starf teymisstjóra geðheilsuteymis fyrir Norðurland. Ljósmynd: Einar Ragnar Haraldsson

Sofia Birgitta Krantz hefur verið ráðin í nýtt starf teymisstjóra geðheilsuteymis fyrir Norðurland. Sofia er sálfræðingur að mennt og hefur undanfarin ár starfað hjá Sálfræðisetrinu. Áður en hún byrjaði hjá Sálfræðisetrinu starfaði hún sem sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og í geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Sofia kemur til starfa í júní og verður með starfsaðstöðu á Blönduósi.

Fram undan er vinna við að byggja upp meðferðar- og endurhæfingarúrræði vegna geðræns vanda í heimabyggð notanda. Starfssvæði HSN nær yfir norðanvert landið frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri. Unnið er að því að geðheilbrigðismeðferð verði í boði á öllu svæðinu, meðal annars með notkun fjarskiptabúnaðar í meðferð. Fram undan er mikil uppbygging þjónustu við alla aldurshópa í samræmi við geðheilbrigðisáætlun 2016-2020.

Fljótlega verða auglýstar aðrar stöður innan geðheilsuteymisins og hvetjum við áhugasama til að fylgjast með því.

Við bjóðum Sofiu hjartanlega velkomna til starfa hjá HSN.