Þjónusta á heilsugæslustöðvum HSN um páskana

Mynd: Helga Rósa Guðjónsdóttir
Mynd: Helga Rósa Guðjónsdóttir

Starfsfólk HSN óskar íbúum Norðurlands og landsmönnum öllum gleðilegra páska og minnir íbúa á að fylgja ráðleggingum sóttvarnayfirvalda og ferðast innanhúss yfir hátíðina.

Þjónusta yfir páskahelgina er með sama hætti og undanfarnar helgar á heilsugæslustöðvum HSN. Á heilsugæslunni á Akureyri er vaktmóttaka áfram aðgangsstýrð og því er öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 432 4600 á milli kl. 10:00 og 14:00 eftirtalda daga: Skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn 11. apríl, páskadag og annan í páskum.

Á öðrum heilsugæslustöðvum HSN skal hringja í síma 1700. Sýnatöku vegna COVID-19 verður sinnt eftir þörfum.

Vaktþjónusta er í síma 1700 og í neyðartilfellum skal hringja í 112.