Tilslakanir á heimsóknarbanni

Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunardeildir HSN frá og með 4. maí næstkomandi með ákveðnum takmörkunum. Nánasta aðstandanda verður heimilt að koma í heimsókn einu sinni í viku á fyrir fram ákveðnum tíma. Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Einnig er nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilið á hverjum tíma. Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020 ef baráttan við veiruna gengur áfram vel. Áfram verður lokað fyrir heimsóknir á sjúkradeildir nema í undantekningartilvikum.

Heimsóknir eru skipulagðar í samráði við deildarstjóra á hverri deild en ekki skal panta heimsóknartíma ef:

  1. Þú ert í sóttkví
  2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Nánara fyrirkomulag og upplýsingar varðandi heimsóknir má finna á undirsíðum starfsstöðva hér:

Blönduós
Fjallabyggð
Húsavík
Sauðárkrókur

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.