Upplýsingar frá Heilsugæslunni á Akureyri

Vegna Covid–19 verður áfram forgangsraðað í tíma á Heilsugæslunni á Akureyri. Hægt verður að bóka tíma hjá læknum og hjúkrunarfræðingum. Starfsemi sálfélagslegrar þjónustu hefur einnig opnað að mestu aftur. Nánari upplýsingar og tímabókanir eru í síma 432-4600.

Á síðdegisvakt og hjúkrunarvakt verða tímar bókaðir fyrirfram, ekki er enn heimilt að mæta og bíða eftir lausum tíma. Ef fólk mætir er því gefinn tími og sagt að koma aftur. Síðdegisvakt er opin frá kl 14-18 alla virka daga og frá kl 10-14 um helgar og helgidaga. Hjúkrunarvakt er opin alla virka daga frá kl 08 -10. Þurfi fólk á vaktþjónustu að halda hringir það á heilsugæsluna frá kl 08 – 18 virka daga og kl 10-14 um helgar og helgidaga.

Ungbarnavernd fer að mestu leyti í fyrra horf en áfram skal ítrekað að aðeins eitt foreldri fylgi barni í skoðun.

Eins með mæðravernd, konur eru beðnar um að koma einar í skoðun nema eitthvað alveg sérstakt liggi við. 

Sýnatökur vegna Covid-19 verða þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Ekki verða tekin sýni um helgar nema í neyð.

Loks má minna alla á að viðhalda varúðarráðstöfunum, til dæmis tveggja metra fjarlægðartakmörkunum og handþvotti.