Fréttir

Nú geta skjólstæðingar Heilsugæslunnar á Akureyri pantað Covid einkennasýnatökur á Heilsuveru

Skjólstæðingar heilsugæslunnar á Akureyri geta nú pantað einkennasýnatöku vegna Covid á heilsuvera.is
Lesa meira

Uppbókað í inflúensubólusetningar á Akureyri og Sauðárkróki

Nú eru allir tímar uppbókaðir hjá okkur í inflúensubólusetningu á Akureyri og Sauðárkróki. Þetta árið er margfalt meiri eftirspurn heldur en fyrri ár og þrátt fyrir að pantaðir hafi verið mikið fleiri skammtar en undanfarin ár þá er ljóst að það dugar ekki til og ekki mun meira berast til landsins að svo stöddu.
Lesa meira

Börn og sýnataka

Þegar farið er með börn í veirupróf er gott að þau viti við hverju er að búast. Gott er að vera með andlitsgrímu þegar komið er í veirupróf. Það er bæði til að verja sjálfan sig og aðra.
Lesa meira

Hertar heimsóknarreglur á hjúkrunar- og sjúkradeildum HSN

Þar sem COVID-19 smitum fer fjölgandi í samfélaginu er nauðsynlegt að bregðast við til að vernda okkar viðkvæma hóp íbúa og sjúklinga. Frá og með 10. október 2020 gilda eftirfarandi heimsóknarreglur á hjúkrunar- og sjúkradeildum HSN: Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa tvisvar í viku á fyrir fram ákveðnum heimsóknartíma hverrar deildar í samráði við deildarstjóra.
Lesa meira

Hertar heimsóknarreglur á deildum III, V og VI á Sauðárkróki

Lesa meira

Einkennasýnatökur og skimanir á Heilsugæslunni á Akureyri

Lesa meira

Árleg bólusetning gegn inflúensu 2020

Árleg inflúensubólusetning hefst í október á heilsugæslustöðvum HSN. Áætlað er að bóluefni komi til landsins í byrjun október en nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir. Nánara fyrirkomulag og tímapantanir mun verða auglýst á hverri stöð fyrir sig m.a. á undirsíðu hverrar stöðvar.
Lesa meira

Skjólstæðingar mæti með grímu á heilsugæsluna

Vegna fjölgunar smita í samfélaginu eru skjólstæðingar sem mæta á heilsugæslur HSN beðnir um að vera með grímu við komu á heilsugæsluna og hafa hana á sér bæði í biðstofu og annarsstaðar innan stofnunarinnar.
Lesa meira

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands – Rekstur ársins 2019 í jafnvægi

- Jafnvægi í rekstri. Tæplega 64 milljóna króna halli fjármagnaður með rekstrarafgangi ársins 2018 - Undirbúningur að byggingu tveggja nýrra heilsugæslustöðva á Akureyri á áætlun – áætluð lok 2023 - Aukin sálfræðiþjónusta og geðheilsuteymi sett á fót
Lesa meira

Ársfundur HSN haldinn í fjarfundi 10. september

Lesa meira