12.05.2020
Starf skólahjúkrunarfræðinga hjá HSN er mjög fjölbreytt, allt frá fræðslu og reglubundnum heilsuskoðunum til sálgæslu og áfallahjálpar.
Lesa meira
12.05.2020
Það er dýrmætt að geta verið heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest.
Hér segir Íris Björk Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur, okkur frá fjölbreyttri starfsemi heimahjúkrunar HSN sem veitir sérhæfða hjúkrunarþjónustu á heimilum á Norðurlandi.
Lesa meira
12.05.2020
Við hjá HSN óskum hjúkrunarfræðingum innilega til hamingju með alþjóðlegan dag hjúkrunar í dag, 12. maí! Í ár er sérstök ástæða til að minna á mikilvægi þessarar stéttar þar sem 200 ár eru liðin frá fæðingu frumkvöðulsins Florence Nightingale sem talin var upphafsmaður hjúkrunar í núverandi mynd. Við viljum einnig óska ljósmæðrum til hamingju með þeirra dag, en þann 5. maí var Alþjóðlegum degi ljósmæðra fagnað víða um heim.
Lesa meira
28.04.2020
Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunardeildir HSN frá og með 4. maí næstkomandi með ákveðnum takmörkunum. Nánasta aðstandanda verður heimilt að koma í heimsókn einu sinni í viku á fyrir fram ákveðnum tíma.
Lesa meira
22.04.2020
Heimsóknarbann á sjúkra- og hjúkrunardeildum HSN hefur verið í gildi frá 7. mars sl. vegna COVID-19 faraldursins. Á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 14. apríl sl. nefndi forsætisráðherra í máli sínu að tilslakanir á heimsóknarbanni hjúkrunarheimila væru í undirbúningi. Á daglegum fundi Almannavarna 22. apríl voru tilslakanir kynntar. Fyrirkomulag heimsókna á sjúkra- og hjúkrunardeildum HSN verður kynnt um miðja næstu viku.
Fram að 4. maí verða engar breytingar á núverandi heimsóknarbanni.
Lesa meira
22.04.2020
Íbúar á sjúkradeildinni á Blönduósi njóta góðs af gjöfum velunnara.
Lesa meira