Fréttir

Næstu bólusetningar á Norðurlandi

Alls bárust 880 skammtar af AstraZeneca bóluefninu og 240 skammtar af Pfizer bóluefninu á Norðurlandið í dag.
Lesa meira

Bólusetningar á HSN fyrir íbúa 80 ára og eldri í næstu viku

Í næstu viku, þann 2. mars, munu 720 skammtar af Pfizer bóluefninu berast á Norðurlandið. Bóluefnið verður nýtt til að bólusetja íbúa 80 ára og eldri og er búist við að fara langleiðina með að klára þann hóp með þessum skömmtum.
Lesa meira

Endurhæfingarrými á HSN Sauðárkróki

Ákveðið hefur verið að opna tvö endurhæfingarrými á HSN Sauðárkróki frá 1. mars n.k. og áætlað að fjölga þeim í fjögur næsta vetur. Unnið hefur verið að þessu verkefni í samvinnu Kristsnesspítala - endurhæfingardeildar SAk, og HSN og hlaut það stuðning heilbrigðisráðherra.
Lesa meira

Rúmlega 1000 skammtar af bóluefni til Norðurlands í dag

Í dag koma 1000 skammtar af Pfizer bóluefninu og tæplega 80 skammtar af Moderna bóluefninu til Norðurlands. Pfizer bóluefnið er ætlað fyrir seinni bólusetningu hjá þeim sem voru bólusettir 19. – 25. janúar. Moderna bóluefnið verður meðal annars nýtt til að bólusetja starfsfólk heimahjúkrunar og starfsfólk í dagdvölum á Akureyri og í nærliggjandi byggðum.
Lesa meira

Útboð þvottaþjónustu á starfsvæði stofnanna á Húsavík.

Útboð á þvottaþjónustu HSN Húsavík.
Lesa meira

Öskudagur 2021

Heilbrigðisstofnun Norðurlands getur því miður ekki tekið á móti börnum á starfsstöðvum sínum í tilefni öskudagsins í ár. Er það vegna þeirra sóttvarnaráðstafana sem nú eru í gildi.
Lesa meira

Skammtar fyrir 200 manns komu á Norðurland í dag

Í dag komu um 200 skammtar af Pfizer bóluefni á Norðurland sem verða nýttir til að bólusetja útkallslögreglumenn og þá sem eftir eru í heimahjúkrun.
Lesa meira

Heimsóknir á hjúkrunardeildum HSN

Opið er fyrir heimsóknir og tveir gestir geta komið í heimsókn til íbúa hvern dag. Börn yngri en 18 ára eru velkomin og teljast þau þá annar af þessum tveimur gestum. Gestir mega ekki dvelja í almennum rýmum, heldur eingöngu inni hjá íbúa.
Lesa meira

Staðan á bólusetningum hjá HSN

Bólusetningu á hjúkrunarheimilum er lokið og fyrri bólusetning á sambýlum, dagdvölum og heimahjúkrun er langt komin. Byrjað var að bólusetja íbúa 80 ára og eldri sem ekki eru með þjónustu þó það sé skammt á veg komið. Um helmingur allra íbúa 80 ára og eldri hafa nú þegar fengið fyrri bólusetningu en stærsti hluti þess hóps er á hjúkrunar- og dvalarheimilum.
Lesa meira

Næstu skammtar af Pfizer bóluefninu koma norður 21. janúar

Gert er ráð fyrir að næstu skammtar af Pfizer bóluefninu berist á Norðurlandið fimmtudaginn 21. janúar, en þá verða þeir sem eru í dagdvöl, sambýlum og í heimahjúkrun bólusettir ásamt því heilbrigðisstarfsfólki í framlínu sem ekki var bólusett síðast. Hægt verður að byrja á því að bólusetja einstaklinga í elsta aldurshópnum og verður bólusett eftir því sem bóluefni berst.
Lesa meira