27.09.2021
Bólusett verður á Slökkvistöðinni fimmtudaginn 30. September frá kl 13-16.
Boð hafa verið send út til þeirra sem eiga að koma í seinni bólusetningu en einnig eru þeir velkomnir sem eiga eldra boð og hafa ekki komist hingað til.
Boð hafa verið send í heilsuveru til barna fæddra í september 2009. Athugið að fullorðinn þarf að fylgja barni í bólusetningu.
Lesa meira
27.09.2021
Næsta bólusetning gegn Covid-19 verður í byrjun október á eftirtöldum stöðum.
Lesa meira
21.09.2021
Bólusettum einstaklingum 60 ára og eldri býðst viðbótarskammtur á næstu vikum. Hjá þeim sem eru 70 ára og eldri þurfa að líða að lágmarki 3 mánuðir frá seinni bólusetningu en 6 mánuðir hjá öðrum. Bólusett verður með bóluefni frá Pfizer, óháð því bóluefni sem notað var við grunnbólusetningu.
Lesa meira
15.09.2021
Á fréttavef akureyri.net var tilkynnt frá því að minningar- og styrktarsjóður Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) afhenti í dag SAk og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hús til rekstrar; hús sem sjóðurinn keypti og er ætlað fólki sem óskar eftir að fá líknarþjónustu utan sjúkrahúss, eins og Akureyri.net hefur áður greint frá.
Lesa meira
15.09.2021
Ársfundur HSN verður haldinn í Hofi fimmtudaginn 23. september, kl. 14:00.
Fundurinn er aðgengilegur í gegnum Teams á slóðinni hér að neðan og er öllum opinn.
Lesa meira
13.09.2021
Í þessari viku verður börnum á aldrinum 12-15 ára sem komu 26. ágúst og fyrr boðið að koma í seinni bólusetningu. Forráðamaður skal fylgja barni. Boð verða send út með sms og/eða í gegnum Heilsuvera.is
Lesa meira
09.09.2021
Ráðnir hafa verið tveir hjúkrunarfræðingar, þær Auður Karen Gunnlaugsdóttur og Sigríður Atladóttir í sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun við HSN frá hausti 2021. Auður Karen er starfsmaður á HSN á Akureyri og Sigríður á Þórshöfn.
Lesa meira
09.09.2021
Á dögunum var stór dagur hjá sjúkraflutningafólki hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi en þá var tekin í notkun glænýr Mercedes Bens Sprinter sjúkrabíll. Einar Óli Fossdal, sjúkraflutningamaður hjá HSN á Blönduósi, segir bílinn vera búinn besta og nýjasta búnaði sem þörf er á svæðinu.
Lesa meira
07.09.2021
Í júlí sl. afhenti Einar Óli Fossdal, fyrir hönd HSN, vettvangsliðahóp Björgunarsveitarinnar Strandar á Skagaströnd búnað sem nýtist þeim í útköllum sem undanfarar sjúkrabíls.
Lesa meira
06.09.2021
Næsta bólusetning gegn Covid-19 verður í byrjun september á eftirtöldum stöðum.
Lesa meira