Gáttir

Gagnagátt

Hér getur þú sent HSN viðkvæm skjöl í gegnum örugga gagnagátt. Með viðkvæmum skjölum er átt við skjöl sem innihalda persónuupplýsingar. Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarftu að hafa gild rafræn skilríki í síma. Þegar þú skráir þig inn í fyrsta sinn þarftu að skrá inn upplýsingar um símanúmer og netfang og smella svo á *Vista. Eftir það getur þú hlaðið inn skjalinu vinstramegin *Innihald sendingar og valið hóp í *Móttakendur hægra megin og svo smellt á *Senda. Ef þú hefur áður skráð þig inn er farið með þig beint á Móttökugáttina.

Smella hér til að fara í gagnagáttina

 

Rafrænir reikningar

Hér getur þú sent HSN rafræna reikninga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2020 skuli allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu vera með rafrænum hætti. Aðilar sem stunda lítil viðskipti við ríkið og treysta sér eða vilja ekki uppfæra sín kerfi geta í gegnum þessa gátt skráð inn rafræna reikninga til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sér að kostnaðarlausu. Sama gildir um aðila sem eru ekki bókhaldsskyldir.

Smella hér til að senda rafrænan reikning