Pólstjarnan - O365 flutningur

Flutningur á O365 umhverfi HSN yfir í nýtt sameiginlegt O365 umhverfi heilbrigðisstofnana fer fram þriðjudaginn 25. maí og hefst kl. 17:00.

 

Við svo viðamikinn flutning sem nú verður unnin er ýmislegt sem getur komið fyrir. Auk þess eru nokkur atriði sem eru þekkt og þarf hver og einn starfsmaður að gera breytingar hjá sér eftir flutning.

 

Reynt verður að takmarka þær aðgerðir eins og mögulegt er með miðlægum kerfum en t.d. stillingar á símtækjum starfsmanna er ekki hægt að breyta miðlægt.

 

Ásamt þessu varða að gera breytingu og nýta tölvupóstfang starfsmanna til innskráningar inn í office365 þ.e. nafn.millinafn.fodurnafn@hsn.is  eða nafn.fodurnafn@hsn.is  ef svo ber undir .. sem er það sama og aðal póstfang þitt hjá HSN.

Innskráningar í Windows verða áfram þær sömu, þ.e.a.s. fornafn+fyrsti stafur í eftirnafni og núverandi aðgangsorð.

 

Eftir flutninga yfir í nýtt skýjaumhverfi þar sem Tölvupóstur, Teams og m.a. SharePoint gögn verða flutt yfir verður smá breyting á hvernig þú nálgast gögnin og ofantalin kerfi í fjartengingu t.d. að heiman, erlendis og með GSM síma. Þ.e.a.s. allstaðar annarsstaðar en frá tölvukerfi HSN.

 

Til þess að auka enn frekar öryggi gagnanna þinna og verja aðganginn þinn verður sett upp tveggja-þátta-auðkenning. Það þýðir að þegar þú skráir þig inn í umhverfið utan frá þá færð þú SMS með talnakóða sem þarf að nota við innskráninguna!

 

1. Til þess að virkja þetta þarft þú að setja upp smá forrit á símanum þínum ( ATH. Þetta þarf að gerast eftir flutning) 
og eru leiðbeiningar hér meðfylgjandi:

     a. Fyrir Android símtæki (smella hér eða myndband hér)

     b. Fyrir iPhone símtæki (smella hér eða myndband hér)
       ( m.a. þarft þú að nota Apple ID-ið þitt til þess að virkja forritið )

          i. Apple ID-ið er oftast 4 stafa kóði sem þú settir inn þegar þú virkjaðir símann og notar oftast þegar sett eru upp Öpp á símanum

2. Þegar búið er að setja upp ofantalið App er hægt að setja upp tölvupóst í síma – (sjá leiðbeiningar)

     a. Fyrir Android (smella hér)

     b. Fyrir iPhone (smella hér)

 

Við munum reyna að setja leiðbeingarnar á skjáborðið á öllum vélum til þess að auðvelda þér að nálgast þær eftir flutninga. En ágætt ráð er að vista allar leiðbeiningar niður á útstöðina í dag til öryggis þar sem þú átt auðvelt með að nálgast þær.

 

 

Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga eftir flutninga:

 

1. Ef vandamál verða með að tengjast Outlook, Office eða tölvupóst

    a. Prófa að endurræsa vélina, ef það lagar ekki vandamálið:

    b. Opna https://portal.office.com/ í vafra

          i. Skrá sig inn með

               - nafn.millinafn.fodurnafn@hsn.is  og núverandi aðgangsorði

               - nafn.fodurnafn@hsn.is  og núverandi aðgangsorði

          ii. En þar eru öll kerfi miðlægt og virk

          iii. Láta þjónustuver vita af vandamálinu í síma 432-4444 eða senda tölvupóst á uthalp@hsn.is

 

2. Ef vandamál verða með að tengjast Teams

     a. Aftengja og endurræsa Teams eftir flutning, sjá leiðbeiningar hér: Microsoft Teams - Leiðbeiningar (http://leidbeiningar.azurewebsites.net/Enduruppsetning/Windows/MicrosoftTeams/)

 

3. Ef vandamál með að tengjast OneDrive

     a. Afvirkja eldri OneDrive og skrá nýja inn, sjá leiðbeiningar hér: OneDrive - Leiðbeiningar (http://leidbeiningar.azurewebsites.net/Enduruppsetning/Windows/OneDrive/)

 

4. Til þess að virkja tölvupóst í síma : sjá leiðbeiningar um virkjun Outlook í síma 

     a. Fyrir Android (smella hér)

     b. Fyrir iPhone (smella hér)

 

 

 

 

 

ATH.

1. Engin breyting verður á innskráningu inn á útstöðvar eða í Sögu. Þar notar þú sama notendanafn og aðgangsorð eins og þú hefur gert hingað til. Það er ekki verið að breyta þessum kerfum!!

2. Aðgangsorðið þitt ( password ) er óbreytt

3. Þú munt þurfa að nota nafn.millinafn.fodurnafn@hsn.is  / nafn.fodurnafn@hsn.is  inn á ofantalið app, inn í tölvupóstinn og inn á office365 umhverfið. Þetta er það sama og aðal póstfangið þitt!

4. Tölvupóstfang / póstföng eru óbreytt

 

 

Ef þú lendir í vandræðum þá getur þú haft samband við UT hjálpina í uthjalp@hsn.is eða 432-4444