Bryndís Lilja Hallsdóttir
Mannauðsstjóri
Bryndís Lilja Hallsdóttir er með B.S. gráðu í sálfræði frá HÍ og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Bryndís hefur unnið hjá Sveitarfélaginu Skagafirði frá 2015 sem verkefnastjóri og mannauðsstjóri. Hún býr í Skagafirði og verður með starfsaðstöðu á Sauðárkróki.
Guðný Friðriksdóttir
Framkvæmdastjóri hjúkrunar
Guðný lauk B.Sc. námi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1996 og MBA námi frá Háskóla Íslands árið 2008.
Guðný starfaði á námsárum á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Guðný hefur unnið bæði á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Landspítalanum, síðast sem verkefnastjóri og formaður hjúkrunarráðs á Landspítala.
Jón Helgi Björnsson
Forstjóri
Jón Helgi er með B.Sc í líffræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í rekstrarfræðum frá University of Manchester.
Jón Helgi hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi í atvinnurekstri m.a. sem framkvæmdastjóri Norðlenska. Þá gengdi Jón Helgi embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á árunum 2007-2014.
Þórhallur Harðarson
Framkvstj. fjármála og stoðþj.
Þórhallur Harðarson er með B.Sc í viðskiptafræði og með MLM meistaragráðu í stjórnun. Hann nam rekstrarfræði við HA og er útskrifaður úr Hótel- og veitingaskóla, lærður matreiðslumaður. Þórhallur starfaði áður sem forstjóri, fulltrúi forstjóra og rekstrarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands um tíu ára skeið. Hann var annar eiganda og hótelstjóri á Fosshótel Húsavík, og þar áður starfaði hann sem Food Service Manager fyrir Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli. Þórhallur gegndi stöðu mannauðsstjóra hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands þar til hann tók við starfi framkvæmdastjóra fjármála og stoðsviða hjá stofnuninni.
Örn Ragnarsson
Framkvæmdastjóri lækninga
Örn lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og sérfræðingsnámi í heimilislækningum í Svíþjóð.
Örn hefur starfað við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki frá árinu 1993 og verið bæði yfirlæknir og framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni síðast liðin ár.