Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Drangey

Ásgeir Böðvarsson, læknir ásamt aðstoðarkonum
Ásgeir Böðvarsson, læknir ásamt aðstoðarkonum

Þann 7. mars afhenti Kiwanisklúbburinn Drangey Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki að gjöf speglunartæki en um er að ræða alhliða speglunartæki  bæði fyrir maga og ristil en þessi tæki munu vera ein fullkomnustu sinnar tegundar á landinu.

Á myndinni er Ásgeir Böðvarsson, meltingarlæknir sem séð hefur um maga- og ristlinspeglanir á Sauðárkróki ásamt Steinunni Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jóhönnu Sveinsdóttur, sjúkraliða.

Stofnunin færir Kiwanisklúbbnum Drangey hugheilar þakkir fyrir þeirra stórkostlegu gjöf.