Vegleg gjöf frá Kvenfélagi Sauðárkróks

Kvenfélag Sauðárkróks færði endurhæfingu HSN, Sauðárkróki veglega gjöf á mánudaginn 23. maí s.l.
Um er að ræða svokallaðar trissur sem eru góð viðbót við tækjasal endurhæfingarinnar. Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur, Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir og Fanney Ísfold Karlsdóttir, forstöðumaður sjúkraþjálfunar, veittu gjöfinni viðtöku og þökkuðu Kvenfélagskonum fyrir hlýhug og höfðinglega gjöf.  Voru trissurnar sem til voru fyrir  orðnar barn síns tíma. Þær nýju eru á allan hátt handhægari en þær gömlu og mun hljóðlátari í notkun. Þær bjóða upp á ýmsa möguleika og hægt er að gera með þeim óteljandi æfingar. 

F.v.:  Gíslína Kristín Helgadóttir, Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir, Anna Jóna Guðmundsdóttir, Engilráð Margrét Sigurðardóttir, Margrét Jenný Guðjónsdóttir, Sigurdríf Jónatansdóttir, Sigrún Heiða Pétursdóttir, fulltrúar Kvenfélags Sauðárkróks, ásamt Helenu Magnúsdóttur sjúkraþjálfara, Herdísi Klausen yfirhjúkrunarfræðingur, Þorsteini Þorsteinssyni yfirlækni og Fanney Ísfold Karlsdóttur sjúkraþjálfara. Mynd: KSE.