Verkfall hjúkrunarfræðinga - uppfært 1. júní 2015

Ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hófst 27. maí

Áhrif ótímabundins verkfalls hjúkunarfræðinga á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Heilsugæsla:
Á heilsugæslu skerðist starfsemin verulega vegna skertrar mönnunar. Öllum bráðtilfellum og því sem ekki má bíða verður sinnt. Öðrum erindum verður forgangsraðað og verður sinnt eftir því sem tími gefst til.

Göngu og dagdeildir:
Starfsemi skerðist verulega. Val speglanir falla niður. Hjúkrun á göngudeild sykursjúkra fellur niður. Nauðsynlegar lyfjagjafir, s.s. remicade og sýklalyf, verða gefnar á göngudeildum

Hjúkrunar og sjúkradeildir:
Það verður lágmarksmönnun. Það verður ekki tekið inn í hvíldarinnlagnir og ekki verður hægt að taka við sjúklingum frá öðrum stofnunum (nema í undantekningartilfellum). En að sjálfsögðu verður tekið við nýjum sjúklingum sem þurfa að leggjast inn.

Heimahjúkrun:
Heimahjúkrun skerðist en unnið verður að því að skjólstæðingar í heimahjúkrun fái nauðsynlega þjónustu og að öryggi þeirra skerðist ekki. Ekki verður hægt að taka inn nýja skjólstæðinga í heimahjúkrun á meðan verkfalli stendur (nema í undantekningartilfellum).