Gjöf í tækjakaupasjóð

Tvíburasysturnar Rakel Eva og Sóley Eva Guðjónsdætur og vinkona þeirra hún Hildur Ósk Ólafsdóttir héldu tombólu í anddyri Skagfirðingabúðar í dag og afhentu HSN á Sauðárkróki 3.860 krónur í tækjakaupasjóð Flott framtak hjá þessum hressu stelpum.