Inflúensubólusetning 2018

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri

  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum

  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan

  • Þungaðar konur.


Bóluefnið er áhættuhópum að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald.

Þessi bólusetning verndar gegn þeim inflúensustofnum sem líklegir eru til að ganga.

Ekki þarf að panta tíma.

Bólusett verður á heilsugæslunni frá kl.  13:30 til 15 eftirtalda daga:

  • þriðjud. 25. sept.
  • fimmtud.  27. sept.
  • mánud.  1. okt.


Bólusett verður á Hofsósi:

  • þriðjud.  2.okt.  kl.15:30