Heilsugæsla

Upptökusvæði heilsugæslunnar er Skagafjörður, utan Fljóta. Auk þess þjónar heilsugæslan  ferðamönnum og nemum framhaldsskóla í héraðinu.

Starfið skiptist í höfuðatriðum í móttöku og vaktþjónustu heilsugæslulækna, heimahjúkrun og hjúkrunarþjónustu, ungbarna- og mæðravernd og skólaheilsugæslu. Einnig heyrir undir hana sjúkraflutningar, sérfræðileg læknisþjónusta og ýmis önnur heilsuvernd.

Læknir er með móttöku einu sinni í viku í Hofsós.

Símaþjónusta frá skiptiborði er frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga. Þá er tekið á móti tímapöntunum.

Heilsugæslulæknar og hjúkrunarfræðingar eru með móttöku alla virka daga. Vaktþjónusta lækna er allan sólarhringinn og er fyrst og fremst til að sinna bráðatilfellum og slysum.

Sérfræðingar koma reglulega á heilbrigðisstofnunina.

Yfirlæknir heilsugæslu er Þorsteinn Þorsteinsson. Yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu er Elín Árdís Björnsdóttir, sími 432-4200.