Forvarnir í heilsugæslu

Heilsugæslan hefur komið að heilsueflingarátaki á vinnustöðum í sveitarfélaginu sem hefur meðal annars verið fólgin í kortlagningu áhættuþátta (t.d. blóðþrýstingsmælingu, blóðsykurs- og blóðfitumælingu), fræðslufyrirlestrum og þrekprófum.

Forsvarsmenn fyrirtækja geta haft samband við Þorstein Þorsteinsson, yfirlækni hafi þau áhuga á þessari þjónustu.