Heimahjúkrun

Heimahjúkrun Skr.

Heimahjúkrun er veitt alla virka daga frá kl. 08-16 og um helgar kl. 08-12.  Þjónusta fyrir utan þess tíma er metin í hverjum tilfelli fyrir sig.  

Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sinna heimahjúkrun.   

Heimahjúkrun veitir aðstoð við:

   -  aðhlynningu
    -  böð
    -  lyfjagjafir
    -  blóðþrýstings- og blóðsykursmæling
     -  sáraskiptingar
    -  er fólki til ráðgjafar og stuðnings


Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá hjúkrunarfræðingum heilsugæslunnar í síma 455 4098.  

Sjá nánar:

Á myndinni eru frá vinstri:  Hrafnhildur Pétursdóttir, sjúkraliði, Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Margrét Sæmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Heimahjúkrun er heimahjúkrunarþjónusta sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva fyrir þá einstaklinga sem hennar þarfnast sbr. 12. gr. reglugerðar um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007.


Markmiðið með heimahjúkrun er að gera sjúklingum kleift að búa sem lengst á eigin heimili þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða skerta færni.

Heimahjúkrun er fyrir einstaklinga á öllum aldri sem búa í heimahúsum og eru í þörf fyrir einstaklingshæfða og markvissa hjúkrun til að geta lifað sem eðlilegustu lífi.

Beiðni/umsókn um heimahjúkrun verður að berast skriflega frá heilbrigðisstarfsfólki (heimilislækni, læknum eða hjúkrunarfræðingum stofnana). Mikilvægt er að greina tilefni umsóknar, sjúkdómsgreiningar og þörf fyrir hjúkrun.

Yfirhjúkrunarfræðingur heimahjúkrunar tekur á móti umsóknum.

Þjónustan er tímabundin og veitt á meðan þörf er á faglegri hjúkrunarþjónustu. Þjónustan er að mestu veitt á dagvinnutíma virka daga en einnig á öðrum tímum þar sem þörfin er brýn.

Þjónusturammi heimahjúkrunar

Yfirhjúkrunarfræðingur heimahjúkrunar er Elín Árdís Björnsdóttir (elin.ardis.bjornsdottir@hsn.is)  s. 432 4200.

Heimahjúkrun er byggð á fyrirfram skipulögðum vitjunum og er ekki fært að koma í vitjun fyrirvaralaust né að dvelja hjá eða vaka yfir sjúklingum. Hjúkrunarfræðingur eða sérhæfður sjúkraliði kemur í fyrstu vitjun og metur hjúkrunarþörfina. Starfsfólk heimahjúkrunar annast alla þá hjúkrun, líkamlega sem andlega, sem við á og hægt er að veita við þær aðstæður sem heimili býður upp á. Heimahjúkrun er veitt án endurgjalds.

Umsókn um heimahjúkrun