Hjúkrunarþjónusta

slysastofa Skr.

Móttaka hjúkrunarfræðinga er daglega frá kl. 8-16.  Hægt er að fá samband við hjúkrunar-fræðing í  s.  455 4000.

Hjúkrunarfræðingar sinna margskonar erindum varðandi veikindi, vanlíðan, smáslys og óþægingi. Þeir eru  góðir ráðgjafar  og liðsinna fólki með umönnun og mat fyrir fyrir frekari þjónustu.  Hjúkrunarfræðingar eru til staðar á móttöku Heilsugæslunnar alla virka daga á dagvinnutíma.

Ekki þarf að bóka tíma sérstaklega.Hjúkrunarfræðingar sjá um:

 -  Ráðgjöf, upplýsingar og fræðslu
 -  Eftirlit með heilsufari og líðan
 -  Sárameðferð, saumataka, húðmeðferð
 -  Sprautu- og lyfjagjafir
 -  Rannsóknir og mælingar, s.s. blóðþrýstingsmælingar, hjartalínurit, öndunarmælingar
 -  Ferðamannaheilsuvernd og bólusetningar vegna ferðalaga
 -  Ónæmisaðgerðir, t.d. gegn inflúensu
 -  Ráðgjöf og leiðbeiningar fyrir þá sem vilja breyta lífsstíl, s.s. mataræði og hreyfingu
 -  Andlegan stuðning
 -  Leiðbeiningar um heilbrigðiskerfið

Yfirhjúkrunarfræðingur er Elín Árdís Björnsdóttir, s. 455 4036.

Á myndinni er Guðrún Jóhannsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur.