Læknisþjónusta

 Læknar Skr.
Á Sauðárkróki eru starfandi fjórir heilsugæslulæknar.  Þeir sinna hefðbundnum heimilislækningum auk vaktþjónustu vegna slysa og bráðveikra allan sólarhringinn.  Auk daglegra viðtalstíma hafa heilsugæslulæknar fasta símatíma.  Auk þess sinna þeir sjúklingum á sjúkradeild og hjúkrunardeildum.
 

Símatímar lækna

Hægt er að panta símaviðtal við lækna virka daga kl. 08.00 - 16.00 í símum; 432 4200. Viðkomandi gefur  upp símanúmer sem læknir hringir síðan í.  Einnig er tekið á móti lyfjaendurnýjunum í síma 432 4203 kl. 8:30 - 9:30 virka daga.

Fastráðnir læknar eru

Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga HSN,   Þorsteinn Þorsteinsson, yfirlæknir, Friðjón Bjarnason, heilsugæslulæknir og Sunna B. Björnsdóttir, heilsugæslulæknir.

Á myndinni eru frá vinstri:  Þorsteinn Þorsteinsson, Sunna Björk Björnsdóttir,  Friðjón Bjarnason,  Sigurbjörg Ólafsdóttir, og Örn Ragnarsson.