Sjúkradeild

deild 1 Skr.

Sjúkradeild er á 2. hæð í elsta hluta sjúkrahússins. Deildin er 7 rúma legudeild sem er opin allan sólarhringinn.  Allir bráðveikir sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda eru lagðir á deildina. Deildin sinnir sjúklingum með langvinna sjúkdóma og tekur á móti sjúklingum í hvíldar,- og endurhæfingar-innlagnir. 

Deildin er samrekin með deild II, hjúkrunar-deild á 3. hæð.

 

Deildarstjóri hjúkrunar á deild I og II er Íris Sveinbjörnsdóttir, s. 432 4200.

Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. 

Heimsóknartímar eru eftir samkomulagi.

Upplýsingar til aðstandenda gefur hjúkrunarfræðingur í síma 432 4200.

Prestsþjónusta

Sóknarprestar Skagafjarðar koma í vitjanir í hverri viku. Hægt er að panta viðtal við prest hjá hjúkrunarfræðingi á vakt.


Myndin er af Kristrúnu Snjólfsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi svæðis.