Endurhæfing

Sjúkraþj. Skr.Aðstaða til endurhæfingar er mjög góð eftir að nýtt og glæsilegt hús með endurhæfingarlaug og æfingarsal var tekið í notkun um áramót 1999-2000.  Þessi aðstaða hefur gjörbreytt möguleikum til endurhæfingar og býður upp á meiri og fjölbreyttari þjónustu fyrir skjólstæðinga okkar og starfsfólk.  Endurhæfingalaugin er vel nýtt af eldri borgurum, fötluðum, fólki með stoðkerfiseinkenni  en einnig fyrir ungbarnasund og vatnsleikfimisnámskeið.  

Þverfaglegt endurhæfingarteymi, skipað lækni, hjúkrunarfræðingi og sjúkraþjálfara er starfandi við Heilbrigðisstofnunina og hefur það hlutverk að efla endurhæfingu við stofnunina og samhæfa krafta þeirra sem að henni koma.

Opið í æfingasal sjúkraþjálfunar HSN Sauðárkróki
Mánud. - fimmtud.   kl. 08:00 - 14:30.
Föstud. kl. 08:.00 - 12:00.

Opið í sundlaug   432 4200.
Mánud. - föstud.  kl. 08:00 - 09:30.
Þriðjud. og fimmtud. einnig opið eftir hádegi kl. 12:30 - 14:30.

Sjúkraþjálfrarar starfa á sjúkrasviði og sjá um endurhæfingu sjúklinga á sjúkradeild og hjúkrunardeildum en eru einnig með sjálfstæðan rekstur.  Á myndinni eru frá vinstri:  Árný Lilja Árnadóttir, sjúkraþjálfari,  Fanney Ísfold Karlsdóttir, yfirsjúkraþjálfari, Helena Magnúsdóttir, sjúkraþjálfari,  Auður Aðalsteinsdóttir, sjúkraþjálfari,  Sveinn Sverrisson, sjúkraþjálfari og Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrum umsjónarmaður sundlaugar.

Yfirsjúkraþjálfari er Fanney Ísfold Karlsdóttir.       í endurhæfingu er 432 4200.