Félagsstarf

félagsstarf Skr.

Einn starfsmaður sinnir félagsstarfi í 90% starfshlutfalli og er það María Ásgrímsdóttir félagsliði.

Reynt er að hafa starfið fjölbreytt og skemmtilegt,  jafnframt því að bjóða upp á verkefni  við flestra hæfi og  hverjum  skjólstæðingi mætt þar sem hann er staddur.  Reynt er að horfa frekar á getu en vangetu, unnið með styrkleika einstaklingsins fremur en veikleika og  gleðin og samveran höfð að leiðarljósi.

Það helsta sem í boði  er yfir vikuna er Vinnustofa þar sem ýmislegt er gert í höndunum eins og unnið með postulín, tágar, gler, útsaum, prjónaskap og ýmsa aðra iðju.

Herrahópur er einu sinni í viku þar sem herrarnir hafa sinn einkatíma og njóta þess að spjalla eða vinna í höndunum.

Flesta daga er svo boðið upp á lestur, boccia, spilamennsku, söng,  o.fl.

Settar eru niður kartöflur á hverju vori og hugað að þeim og öðrum gróðri  yfir sumarið þegar veðurblíðu og gönguferða er notið á lóðinni. Uppskeruhátíð er svo á haustin þegar tekið er upp. Hver góður dagur notaður yfir sumarið til útivistar og  ein skemmtiferð  eitthvað lengra til er farin á ári hverju með íbúum öldrunardeilda HSN á Sauðárkróki.