Skráning hjá heimilislæknum

Fjölnir Guðmannsson, Sverrir Jónsson og Stefán Steinsson
Fjölnir Guðmannsson, Sverrir Jónsson og Stefán Steinsson

Fjölskyldur og einstaklingar á upptökusvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands – Akureyri (HSN) sem ekki eru með fastan heimilislækni, eiga kost á að skrá sig hjá ákveðnum læknum.

Fylla þarf út og undirrita umsóknareyðublað, sem fá má í afgreiðslunni á 3. hæð HSN – Akureyri, eða senda inn eftirfarandi rafrænt eyðublað: 
Umsókn um heimilislækni
.  Útfyllt blöð má afhenda á HSN - Akureyri.

Heimilislæknar sem hægt er að skrá sig hjá eru: Fjölnir Guðmannsson, Sverrir Jónsson og Stefán Steinarsson.

Sérnám í heimilislækningum er 5 ára nám sem hægt er að hefja eftir að viðkomandi hefur lokið háskólanámi og embættisprófi í læknisfræði. Það fer að meiri hluta fram á heilsugæslustöð en einnig á sjúkrahúsum. Ef sérnámslæknir er fjarri heilsugæslustöð vegna náms er reynt að tryggja afleysingu eins og kostur er á hverjum tíma. Athugið að þegar búið er að fylla samlög þessara lækna verða viðkomandi skráðir á heilsugæsluna án læknis.