Hjúkrunarmóttaka

Hjúkrunarfræðingar sinna margskonar erindum varðandi veikindi, vanlíðan, smáslys og óþægindi.  Þeir eru góðir ráðgjafar og liðsinna fólki með umönnun og mat fyrir frekari þjónustu. Hægt er að fá ýmis konar ráðgjöf, upplýsingar og aðstoð við úrlausn heilsutendra vandamála.

Tímapantanir hjá hjúkrunarfræðingum í móttöku eru daglega frá kl. 8:00-15:00 í síma 460-4630 og 460-4600.

Hjúkrunarfræðingar sinna meðal annars:

 • Ráðgjöf, upplýsingum og fræðslu
 • Eftirliti með heilsufari og líðan
 • Sárameðferð, saumatökum og húðmeðferð
 • Sprautu - og lyfjagjöfum
 • Rannsóknum og mælingum, s.s. blóðþrystingsmælingum, hjartalínuriti og öndunarmælingum
 • Eftirliti og meðferð með klamydiusmiti í samvinnu við lækna
 • Ferðamannaheilsuvernd og bólusetningum vegna ferðalaga í samvinnu við lækna
 • Ónæmisaðgerðum, t.d. gegn inflúensu
 • Ráðgjöf og leiðbeiningum fyrir þá sem vilja breyta um lífsstíl, eins og mataræði og hreyfingu
 • Andlegum stuðningi og sjálfsstyrkingu 
 • Leiðbeiningum um heilbrigðiskerfið

 Allir geta bókað tíma hjá  hjúkrunarfræðingum sem eru staðsettir á 3. og 6. hæð á heilsugæslustöðinni.