Inflúensubólusetning 2017

  • Allir einstaklingar eldri en 60 ára ættu að láta bólusetja sig.
  • Einnig öll börn og fullorðnir með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna-, og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur

 

Einstaklingar sem tilheyra þessum hópum fá nú inflúensubóluefnið sér að kostnaðarlausu og greiða einungis komugjald við inflúensubólusetningu.

 ATH! Lungnabólgubólusetningar einnig ráðlagðar  einstaklingum eldri en 60 ára.

Sjá nánar um fyrirkomulag inflúensubólusetninga á viðkomandi starfsstöðvum.