Stöður sérnámshjúkrunarfræðinga við HSN

Hjúkrunarfræðingarnir Elín Árdís Björnsdóttir, Sauðárkróki og Matthildur Birgisdóttir, Blönduósi eru…
Hjúkrunarfræðingarnir Elín Árdís Björnsdóttir, Sauðárkróki og Matthildur Birgisdóttir, Blönduósi eru ráðnar í sérnámsstöður hjúkrunarfræðinga heilsugæsluhjúkrunar við HSN árið 2017-2018.

Við bjóðum velkomnar hjúkrunarfræðingana Elínu Árdísi Björnsdóttur, Sauðárkróki og Matthildi Birgisdóttur, Blönduósi í sérnámsstöður heilsugæsluhjúkrunar við HSN árið 2017 til 2018.

Fyrsti hjúkrunarfræðingurinn sem lokið hefur sérnámi í heilsugæsluhjúkrun við HSN er Sif Bjarklind Ólafsdóttir, Akureyri. Á Íslandi eru alls 11 sérnámsstöður á ýmsum heilsugæslustöðvum og þar af tvær hjá HSN.  Sérnám í heilsugæsluhjúkrun við HSN er samstarfsverkefni milli HSN, Háskólans á Akureyri og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sérnámið skiptist í klíníska vinnu á starfsstöðvum HSN, námslotur við H. H. og við H.A. ásamt kynnisheimsóknum á ýmsar starfsstöðvar.

Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og Rannveig Guðnadóttir, verkefnastjóri sérnámsins innan HSN, hafa umsjón með stöðunum.